top of page

Hvíldartímabilið minnkar meiðsli

Updated: Feb 26, 2022

Það er fátt leiðinlegra en meiðsli og því viljum við forðast þau eins og mögulegt er. Ég hef sjálfur aldrei lent í alvarlegum meiðslum en upplifað eymsli nánast í hverjum einasta vöðva líkamans. Með því að huga vel að því að fara í nudd, nota nuddrúlluna og taka góð hvíldartímabil næ ég að sleppa við meiðsli en samt æfa af miklum krafti og líða vel.

Það ber að taka það sérstaklega fram að meiðsli eru ekki hluti af hvíldartímabilinu. Allt of oft er litið svo á að meiðsli séu hluti af því að æfa og í meiðslunum þá á að taka út hvíldina. Þannig að ef það er tekið sér hvíldartímabil er það í raun „auka“-hvíldartímabil, af því að það muni hvort sem er koma meiðsli á einhverjum tímapunkti yfir æfingatímabilið. Þetta er auðvitað kolrangur og í rauninni mjög hættulegur hugsunarháttur. Þessi hugsun er mjög oft í gangi áður en við prófum að taka rétt uppsett æfingatímabil og í staðinn æfum bara þegar við erum heil og hvílum þegar við meiðumst.


Syndsamleg Skynsemi er skynsamleg

Skynsamlega uppsett æfingatímabil endar aðeins í undantekningartilfellum í meiðslum og ýtir miklu frekar undir langtímaárangur og vellíðan. Við getum líkt þessu við svefn, eins og þegar við sofum lítið alla vikuna og sofum svo út um helgar, þá virkar þetta svipað með æfingatímabilin. Ef við hunsum hvíldina í langan tíma, endar það nánast undantekningarlaust í löngum meiðslatímabilum þar sem líkaminn þarf hvíld, þetta er því miður óumsemjanlegt því öll erum við mannleg. Eina spurningin er hvenær þetta gerist en ekki hvort. Þess vegna er betra að hafa hvíldartímabil sem hluta af æfingatímabilinu heldur en að bíða eftir að meiðsli neyði okkur til að hvílast.


Meiðsli og hvíldartímabilið

Við sjáum á myndunum hérna fyrir neðan hvernig æfingatímabilið getur litið út með og án hvíldartímabili.

Á myndinni fyrir ofan sjáum við að án hvíldar byrja meiðslalíkurnar að hækka þegar við höfum æft samfleytt í meira en 24 vikur og að sama skapi hættir líkaminn að svara jafn vel æfingunum. Þannig bætingarnar verða minni, þótt við séum að æfa af miklum krafti. Ef við höldum svona áfram er bara tímaspursmál hvenær við meiðumst eða lendum í ofþjálfun. Fólk sem er byrjað að staðna er nánast alltaf búið að vera of lengi að æfa samfleytt án þess að taka alvöru hvíldartímabil.

Á myndinni fyrir ofan sjáum við að í lokin á tímabilinu, eftir sirka 24 vikur eru bætingarnar hættar að vera jafn hraðar og fyrr á tímabilinu. Að sama skapi hafa meiðslalíkurnar hækkað mikið. Með því að hvíla, lækkum við meiðslalíkurnar en svo þegar við byrjum aftur að æfa þá erum við bara 4-6 vikur að komast í sömu hlaupagetu og áður nema núna eru bætingarnar að koma mun hraðar heldur en hjá þeim sem tók ekkert hvíldartímabil.


Hvíldartímabilið minnkar því líkurnar á meiðslum og eykur líkurnar á framförum. Ekki óttast árangur og verum óhrædd við að hvíla.

Comments


bottom of page