Ég fékk að búa til mína eigin samloku og ég gæti ekki verið sáttari með útkomuna. Butterfly er með þeyttu smjöri, avókadó, sultu og salti en þetta fæ ég mér alltaf í morgunmat fyrir keppnir og erfiðar æfingar.
Þegar ég bæti við morgunmatinn hef ég jarðaber og bláber til hliðar, þess vegna bjuggum við til nýjan djús sem er með nóg af berjum til að stúfylla okkur af andoxunarefnum.
Alltaf ákveðin orka sem fer um mann þegar engiferskotið rennur niður. Svo er engifer með því hollara sem við getum sett ofan í okkur. Settu vatn í glasið eftir fyrsta sopann til að klára alveg úr því.