top of page
Tvö að hlaupa saman

HLAUPAÞJÁLFUN

Gott fyrsta skref er 6 vikna hlaupaprógram en svo er líka hægt að sækja um 12 vikna fjarþjálfun sem er þá með meira utanumhaldi. Fyrir þau sem vilja taka þetta ennþá lengra og fá nýja vídd í hlaupin er hægt að velja Premium þjálfun en þar eru aðeins fimm pláss í boði á hverju tímabili. 

Bættu við styrktaræfingum, lyftingaæfingum og hreyfiteygjum fyrir hlaupara til að hafa heildræna nálgun á hlaupin.

6 VIKUR

13.000 kr.

Gott fyrsta skref sem virkar fyrir alla hlaupara.

Sérsniðnar æfingar að þínum markmiðum.

Nákvæmar leiðbeiningar fyrir hverja æfingu.

Verð miðast við 0-6 vikur.

Hver auka vika kostar 1.500 kr. ef bókað er strax.

Hægt að bæta við Styrk fyrir 3.000 kr. í næsta skrefi.

Með Styrk færðu uppsetningu svo hlaup og styrkur fari saman.

12 VIKNA FJARÞJÁLFUN

36.000 kr.

Fjarþjálfun fyrir hlaupara með nánu utanumhaldi.

Hlaupadagbók á netinu.

 

Regluleg samskipti og persónuleg leiðsögn fyrir æfingar.

 

Sérsniðnar æfingar sem breytast með bættri hlaupagetu.

 

Styrktaræfingar fyrir hlaupara.

 

Lyftingar fyrir hlaupara.

 

Hreyfiteygjur fyrir hlaupara.

PREMIUM
12 VIKNA ÞJÁLFUN

50.000 kr. á mánuði

Blanda af fjarþjálfun og þjálfun á staðnum til að tryggja sem mestan árangur.

Ein einkaæfing á mánuði

Hlaupadagbók á netinu.

 

Regluleg samskipti og persónuleg leiðsögn fyrir æfingar.

 

Sérsniðnar æfingar sem breytast með bættri hlaupagetu.

 

Styrktaræfingar, lyftingar og hreyfiteygjur fyrir hlaupara.

HLAUPASTÍLSGREINING

15.000 kr.

25.000 kr. fyrir tvo

33.000 kr. fyrir þrjá

Til að gefa hlaupunum ennþá meiri tilgang er mjög gott að vera að vinna reglulega í hlaupastílnum. Þetta minnkar líka meiðslalíkur og hjálpar til við langtíma árangur.

Tekur um 45 mínútur undir handleiðslu Arnars þar sem er farið yfir hlaupastílinn og æfingar til að bæta hann.

Þú færð skýrslu með stöðunni og æfingar til að vinna í hlaupastílnum.

Full endurgreiðsla ef þú ert með fullkominn hlaupastíl.

  • 0kr.
    Free Plan
69316429_10107109511902960_5088454386447

Jón Ragnar Jónsson

Arnar er ástæða þess að ég fer út að hlaupa. Þó hann gefi mér ráð og æfingaáætlun í gegnum veraldarvefinn þá er eins og hann haldi í hönd mína á öllum æfingum og hvísli falleg hvatningarorð í eyru mér. Í ofanálag eru útpældar æfingarnar hans fjölbreyttar, skemmtilegar og umfram allt árangursríkar. Takk, konungur hlaupanna, fyrir mig.

117347619_10157230255947161_122940119064

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir

Ég er mjög ánægð með þjálfunina hjá Arnari enda hef ég verið hjá honum núna í fimm ár. Ekki nóg með það að hann setur upp fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar, þá er hann einn besti peppari landsins og er góður í að láta mann hafa óbilandi trú á sjálfum sér sem skiptir höfuðmáli, þar sem jú hlaupin eru 90% hausinn. Einnig hjálpar hann við að setja sér raunhæf markmið og kippir manni niður á jörðina þegar maður ætlar sér um of, því maður sigrar víst heiminn ekki á einum degi.

unnamed (2).jpg

Linda Heiðarsdóttir

Fljótlega eftir að ég byrjaði í fjarþjálfun hjá Arnari fyrir sjö árum fór ég að ná markmiðum sem ég hafði lengi reynt að ná. Síðan þá hefur það komið mér á óvart hversu miklum framförum ég hef tekið. Arnar er góður í að skipuleggja æfingar að mínum þörfum með tilliti til vinnu og fjölskyldulífs. Hann er alltaf jákvæður og mjög hvetjandi þegar hlaupabugun gerir vart við sig og finnur þá nýjar og spennandi áskoranir. Hann leggur ríka áherslu á endurheimt sem hefur gert það að verkum að ég hef verið meiðslalaus allan þennan tíma. 

bottom of page