
HLAUPAÞJÁLFUN
Uppselt er í 12 vikna fjarþjálfun en ég mæli svo sem oftast með að byrja á 6 vikna hlaupaprógrammi og svo getum við tekið stöðuna og séð hvernig er best að byggja upp tímabilið eftir það. Þá get ég líklega haldið lausu plássi í fjarþjálfunina ef beðið er um það.
Bættu við styrktaræfingum, lyftingaæfingum og hreyfiteygjum fyrir hlaupara til að hafa heildræna nálgun á hlaupin.
Opnar aftur síðar
6 VIKUR
12.990 kr.
Gott fyrsta skref
Sérsniðnar æfingar að þínum markmiðum.
Nákvæmar leiðbeiningar fyrir hverja æfingu.
Verð miðast við 0-6 vikur.
Hver auka vika kostar 1.500 kr.
Hægt að bæta við Styrk fyrir 2.990 kr. í næsta skrefi.
Með Styrk færðu uppsetningu svo hlaup og styrkur fari saman.
Uppselt
- 0ISKFree Plan

Jón Ragnar Jónsson
Arnar er ástæða þess að ég fer út að hlaupa. Þó hann gefi mér ráð og æfingaáætlun í gegnum veraldarvefinn þá er eins og hann haldi í hönd mína á öllum æfingum og hvísli falleg hvatningarorð í eyru mér. Í ofanálag eru útpældar æfingarnar hans fjölbreyttar, skemmtilegar og umfram allt árangursríkar. Takk, konungur hlaupanna, fyrir mig.

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir
Ég er mjög ánægð með þjálfunina hjá Arnari enda hef ég verið hjá honum núna í tvö ár. Ekki nóg með það að hann setur upp fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar, þá er hann einn besti peppari landsins og er góður í að láta mann hafa óbilandi trú á sjálfum sér sem skiptir höfuðmáli, þar sem jú hlaupin eru 90% hausinn. Einnig hjálpar hann við að setja sér raunhæf markmið og kippir manni niður á jörðina þegar maður ætlar sér um of, því maður sigrar víst heiminn ekki á einum degi.

Þórólfur Ingi Þórsson
Ég geri mikla kröfu um árangur til sjálfs míns. Arnar hjálpar mér á þeirri vegferð, hann er mjög hvetjandi, æfingar eru skemmtilegar og fjölbreyttar með skýran tilgang. Æfingaáætlunin tekur einnig mið af fjölskyldumynstri mínu og það skiptir mig miklu máli.