top of page

Bakk og hvernig við forðumst meiðsli

Meiðsli hjá hlaupurum eru allt of algeng en það hefur verið eytt ómældum fjárhæðum í að reyna að finna út hvað þessu veldur. Allt frá því að skoða skóna, undirlagið, mataræðið, hlaupastílinn og allskonar aðra hluti. Fyrir mér er hægt að einfalda þetta.

Passaðu þig að gera ekki of mikið of snemma.

Aðrir þættir sem skipta svo máli er að hafa vöðvana mjúka og svo að hugsa um að hafa gott vöðvajafnvægi.

Ef vöðvarnir verða of stífir geta þeir byrjað að toga á staði sem þeir eiga ekki að toga og þetta veldur oft verkjum. Til að sjá hvort vöðvarnir mínir eru nógu mjúkir ætti ég að geta farið með nuddrúllunni yfir alla vöðvana án þess að finna fyrir verulegum verkjum.


Ef vöðvajafnvægið okkar raskast of mikið virka vöðvarnir ekki sem skyldi og þá myndast aftur tog á vitlausa staði sem veldur oft verkjum. Hlauparar hlaupa oftast beint áfram á einhæfu undirlagi og virkja þar af leiðandi oft sömu vöðvana aftur og aftur.


Bakk

Það er mjög líklegt að þú getir skokkað nokkuð áreynslulaust í 30 mínútur en einstaklega fáir geta bakkað í 30 sekúndur án þess að byrja að finna fyrir því. Það er hinsvegar ekkert gríðarlega slæmt í sjálfu sér heldur bara augljóst dæmi um hvernig vöðvarnir okkar eru misgóðir í hreyfingum sem eru samt í eðli sínu mjög líkar.


Markmiðið með bakki er ekki að geta bakkað á ógnarhraða í 30 mínútur. Heldur viljum við nota bakkið endrum og sinnum á æfingum til að passa upp á vöðvajafnvægið. Virkja aðra vöðva og forðast meiðsli.


Ef þú vilt nota bakk í þínum æfingum mæli ég með því að bakka upp brekkur og ennþá betra að vera á sem fjölbreyttustu undirlagi, þetta gildir um hvort við hlaupum aftur á bak eða áfram. Það gefur okkur ennþá meiri styrk úr æfingunni. Best er að byrja bara á 30 sekúndum í bakkinu og hafa allavega eina mínútu á milli. Ef við getum bakkað upp brekku á ágætum hraða í tvær mínútur erum við með nægan styrk. Engar sérstakar auka bætingar koma frá því að geta bakkað í tuttugu mínútur.Ekki óttast árangur

Ég segi stundum í smá gríni en samt í fullri alvöru að maður eigi ekki að óttast árangur. Fer nánar í það síðar hvað ég meina nákvæmlega en einu sinni þótti fólk skrítið sem var úti að skokka.


Þegar við erum úti að bakka er eðlilegt að það kunni að koma einkennilega fyrir sjónir flestra. Hinsvegar ef við viljum forðast meiðsli og halda þannig áfram að líða vel og bæta okkur, þá mæli ég hiklaust með að bakka inn í helgina, vikuna og mánuðinn.


Byrja smátt og svo auka hægt og bítandi.Comments


bottom of page