top of page

Hlaðvarp um hlaup

Það er jú vissulega fátt sem mér finnst jafn skemmtilegt og að tala um hlaup. Það er líka ekki verra ef það er tekið upp því þá er hægt að hlusta á spjallið þegar fólk er að taka æfingu.


Ég hef reyndar ekki stundað það að hlusta á spjall með sjálfum mér en jújú ætli ég hlusti ekki á þetta aftur.


Þannig ég vona að þið hafið gaman af spjallinu milli mín og Atla Más en hann stjórnar hlaðvarpinu Þú Veist Betur á Rás 2 en það er hægt að hlusta á viðtalið með því að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Comments


bottom of page