top of page

Styrkur og Hlaup

Það er alltaf skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt og þegar Indíana kom til mín með hugmyndina að sameiginlegu námskeiði þá var um að gera að skoða það nánar. Útkoman var svo framar vonum en það seldist upp í fyrsta átta vikna prógrammið og núna ætlum við að fara af stað með fimm vikna prógram til að klára árið.

Hugmyndafræðin

Okkur Indí langaði að blanda styrk og hlaup saman við smá hópfíling. Þetta er í fjarþjálfunarforminu þannig allir geta verið með, hvar sem þau eru í heiminum.


Hér hafa tveir þjálfarar, sem báðir eru framarlega á sínu sviði, sett saman raunhæft, markvisst og lifandi æfingaplan. Þessi þjálfun er fyrir alla sem vilja bæta alhliða styrk og auka úthald en á sama tíma njóta þess að hreyfa sig.

Ekki bara lyfta. Ekki bara hlaupa. Gerðu bæði undir leiðsögn tveggja toppþjálfara og vertu öflugasta útgafan af þér!


Svona lítur æfingaplanið okkar út.


– 15. nóvember til 17. desember

– 5 vikur – 2 styrktaræfingar á viku / 40-50 mín – 2 hlaupaæfingar á viku / 30-50 mín flestar – 1 stutt mobility æfing á viku (valfrjálst) / 20-30 mín

Þú hefur svo áfram aðgang að öllum æfingunum til áramóta og getur því haldið áfram að æfa yfir jól og áramót eins og hentar þér best. Svo hefst nýtt prógramm auðvitað í janúar.


Æfingarnar

Indíana verður með styrktaræfingar í beinni en ég set saman stutt myndbönd fyrir allar hlaupaæfingar þar sem ég fer yfir mikilvægustu punktana. Þetta hjálpar gríðarlega mikið við að fá sem mest út úr æfingunum og gefur nýja vídd í hlaupin. Við gefum svo reglulega færi á því að vera í samskiptum við okkur ef það eru einhverjar pælingar sem koma upp. Þjálfunin fer fram í gegnum netið og þú færð aðgang að sérstöku appi þar sem allar æfingar og fyrirmæli birtast.

Í þessum fimm vikum verður bæði hægt að vera með ef þú ert að fara af stað í hlaupunum en svo eru líka æfingar fyrir þau sem hafa annaðhvort nýlokið fyrra prógramminu eða eru komin aðeins lengra og eru tilbúin í meiri ákefð á æfingunum.


Gjafaleikur

Þar sem það styttist í jólin ætlum við að draga reglulega út vinninga í gegnum prógrammið svo það sé auka hvatning við að mæta á æfingar.

Skráning er opin til og með 10. nóvember en nánar er hægt að lesa um þjálfunina hérna.


bottom of page