top of page

Gæði og magn

Writer's picture: Arnar PéturssonArnar Pétursson

Það getur verið erfitt að átta sig á sambandinu milli gæða og magns, hversu mikil gæði eiga að vera á æfingum og hversu mikið eigum við að æfa. Hérna eru nokkur orð sem geta hjálpað við að skilja betur tenginguna þarna á milli.

Ef þú ætlar að hlaupa meira en áður getur þú líka þurft að fá meiri aðstoð en áður, hvort sem það er í meiri næringu eða meiri svefn.

Langi túrinn og gæði á næstu æfingum

Það er mjög algengt að hlauparar séu að hlaupa marga kílómetra á viku en sjá ekki endilega áframhaldandi framfarir. Þannig geta tveir hlauparar náð sama árangri þó að annar hlaupi 100 km á viku en hinn 70 km. Í flestum tilvikum er ástæðan sú að sá sem hleypur 100 km er ekki að æfa nægilega rétt.

Það er því ekki samasemmerki milli þess að hlaupa fleiri kílómetra og að ná meiri árangri, þó að það sé náttúrulega mjög skemmtilegt að hlaupa mikið.

Við viljum bara fara hærra ef útsýnið verður betra

Meira magn verður að þýða meiri árangur

Ef við æfum rétt þá á alltaf að vera fylgni á milli aukins kílómetrafjölda og frammistöðu í hlaupunum. Til að mynda ef við hlaupum 10 km lengra á viku núna en við gerðum á síðasta æfingatímabili en sjáum ekki framfarir, þá er það mjög líklegt merki um að við séum ekki að æfa rétt.


Að því sögðu er gott að hafa í huga að ef við viljum auka æfingamagnið að þá þurfum við líka að geta aukið tímann sem við eyðum í endurheimt milli æfinga. Það getur því verið að sú sem æfir 10 km meira þetta tímabil sé ekki að ná að bæta við aukinni endurheimt og þess vegna eru ekki framfarir að eiga sér stað. Slíkur hlaupari er á hægri leið í ofþjálfun eða meiðsli sem er auðvitað það sem við viljum forðast eins og heitan eldinn.


Það er því ekki alltaf betra að gera meira og ef við ætlum að gera meira en við höfum gert áður er mikilvægt að átta sig á því af hverju það ætti að ýta undir meiri framfarir. Að sama skapi þarf að hafa í huga að núna þurfum við líka auka tíma í endurheimt þannig að 60 mín af auka hlaupum á viku gæti þýtt 30-60 mín af auka svefni yfir vikuna og þetta á það til að gleymast þegar við hugsum að auka magnið.


Ég vil helst ekki hlaupa fleiri kílómetra bara til að æfa meira, það verður að vera einhver tilgangur og þetta þarf að vera líklegt til að gefa mér meiri framfarir, annars eru þetta óþarfa auka högg á líkamann.

Comments


bottom of page