Ef við setjum rétt magn af æfingum á líkamann þá mun hann aðlagast að álaginu. Hversu mikið magn er rétt fer svo eftir einstaklingnum og hvar við erum stödd á tímabilinu. Mætti segja að þarna nýtast leiðbeiningar frá öðrum hvað best. Ef við erum tilbúin að leggja á okkur vinnuna getur stundum reynst þrautin þyngri að gera hæfilega mikið.
Magn er ekki bara kílómetrar
Í staðinn fyrir að endilega hugsa alltaf bara um að auka fjölda kílómetra sem við hlaupum á viku er líka gott að líta á fleiri hluti fyrst og sjá hvort það er hægt að gera betur þar. Ef við erum svo með alla þessa hluti á lás þá er lykillinn mögulega að auka magnið.
Meiri tengsl
Að hlaupa reglulega með einhverjum eða vera í tengslum við aðra hlaupara ýtir undir stemninguna sem þarf í kringum hlaupin til að ná árangri. Mjög góð hugmynd að lesa pistlana hérna ;)
Meiri styrkur
Að lyfta og vera þannig aðeins þyngri og sterkari á fyrri hluta æfingatímabilsins getur aukið hlaupagetu þegar við verðum léttari á seinni hlutanum.
Meira berfætt
Að skokka berfætt á grasi í nokkrar mínútur í lok hverrar æfingar. Þetta styrkir ökkla, kálfa og fætur.
Meira högglaust
Áður en við bætum við fleiri hlaupakílómetrum getur verið gott að byrja á því að bæta við smá högglausum æfingum eins og að hjóla í vinnu. Þá stækkum við úthaldsgrunninn okkar án þess að setja of mikið álag á líkamann.
Meira hollt
Ekki fara svöng út í búð, eða svöng að panta í appinu. Það sem mér finnst fyndið að skoða hvað ratar í körfuna þegar svengdin er með yfirhöndina...Svo eru litlir hlutir eins og að hafa erfitt aðgengi að óhollum matvörum heima alveg merkilega áhrifaríkir.
Í staðinn fyrir að horfa bara á hlaupin sem eingöngu hlaupaæfingar hjálpar þetta stundum við að víkka sjóndeildarhringinn og sjá aðra staði sem við getum bætt áður en magnið verður meira.
Comments