top of page

Áramótaheit

Writer's picture: Arnar PéturssonArnar Pétursson

Ég elska alvöru áramótaheit. Í rauninni elska ég öll átök, keyrslur, kúra og hvað eina sem ýtir okkur af stað. Lokaniðurstaðan af svona markmiðasetningu er sjaldnast sú sem við leggjum upp með en andinn sem er í byrjun er algjör snilld sem er erfitt að finna annarsstaðar. Það minnir á hvernig íþróttafólk tekur stundum tapi - með því að leggja sig tvöfalt meira fram næst til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.


Mig langar alls ekki að við hættum að setja áramótaheit eða of metnaðarfull markmið, meira bara að teikna þetta aðeins öðruvísi upp.

Eitt af mínum áramótaheitum er einfaldlega að halda áfram að æfa - einfalt.
Eitt af mínum áramótaheitum er einfaldlega að halda áfram að æfa - einfalt.

Byrja aftast

Ég tala mikið um hæfileikann að kunna að fara nógu hægt. Er meira að segja með skrifað á síðunni að "allt sé hægt ef við kunnum að fara nógu hægt". Þetta er líklega ekki ofarlega í huga þegar við setjum okkur ALVÖRU áramótaheit. Það er ekki jafn spennandi að segjast ætla að fara upp á Úlfarsfellið og að klífa Everest, það kveikir ekki endilega eldmóð að segjast ætla að mæta tvisvar í viku í ræktina frekar en að taka alltaf eitthvað alla daga. En af hverju ekki?


Er ekki miklu erfiðara að setja sér raunhæf markmið, meta stöðuna rétt, og þannig ná fram raunverulegum breytingum. Það er frábært að vilja gera allt í einu en að taka litlu réttu skrefin er virkilega erfitt. Ég er því með hugmynd að áramótaheiti og það er að hægja á sér, velja verkefnin vel og vanda sig í því sem við tökum okkur fyrir hendur.


Vonandi verða áramótaheitin viðráðanleg og langlíf.

Comments


bottom of page