top of page

Góður túr

Hlauparar, hjólarar og hestafólk eiga það sameiginlegt að nota orðið túr um æfingar. Hlaupatúr, hjólatúr og reiðtúr. Þá er oft talað um að þetta hafi verið góður túr eða langur túr og svo framvegis.

Menn sem eru vanir að taka langa túra

Orðaforði hlauparans

Hluti af því að verða og vera hlaupari er að tileinka sér orðaforða hlauparans. Þess vegna langar mig að setja reglulega inn orð sem eru mikið notuð hjá hlaupurum en hljóma ef til vill skringilega ef þú heyrir þau í fyrsta skipti. Eins og ég man sjálfur eftir þegar ég heyrði nokkra kvenkyns hlaupara tala um hvað þetta hafi verið góður túr um helgina.



Ég er hlaupari

Ágæt leið til þess að verða betri í einhverju er að byrja strax að tala um sig eins og breytingin hafi nú þegar orðið og samsvara sér strax hópnum sem við viljum tilheyra. Þegar ég skipti úr körfubolta yfir í hlaupin byrjaði ég þess vegna strax að segja með sjálfum mér að "ég er hlaupari" og "ég tala eins og hlauparar".


Þannig ekki vera feimin við að segja samstarfsfólkinu að þú hafir tekið góðan túr um helgina. Það er mjög gott skref í áttina að því að taka framförum í hlaupum.

bottom of page